Jean-Pierre Bourtayre

Jean-Pierre Bourtayre (f. 31. janúar 1942 - 4. mars 2024) var franskur lagahöfundur, sonur Henri Bourtayre. Jean-Pierre hóf feril sinn sem lagahöfundur á 7. áratug 20. aldar. Hann samdi lög fyrir hljómsveitina Les Chats sauvages og árið 1968 sló lag hans „Adieu Monsieur le professeur“ í gegn. Árið 1971 átti hann vinningslagið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1971, „Un banc, un arbre, une rue“ sem franska söngkonan Séverine flutti fyrir hönd Mónakó. Á 8. áratugnum hóf hann samstarf við Claude François og samdi fyrir hann smelli á borð við „Le téléphone pleure“, „Magnolias for Ever“ og „Alexandrie Alexandra“. Á sama tíma samdi hann lög fyrir sjónvarpsþætti, meðal annars upphafslag sjónvarpsþáttaraðarinnar Arséne Lupin.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne